Silicor áformar samstarf við íslenskar vísindastofnanir

 
 

Stjórnendur Silicor og vísindamenn sem leitt hafa þróunar- og vísindarstarf fyrirtækisins heimsóttu helstu háskóla- og vísindastofnanir á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. Tilefni heimsóknanna var að kynnast því starfi sem þar er unnið, en Silicor hefur hug á vinna með íslenskum vísindastofnunum að rannsóknum tengdum sólarkísli samhliða því að sólarkísilver fyrirtækisins á Grundartanga hefur starfsemi sína.

Sendinefndin heimsótti Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Rannís og Háskólann í Reykjavík. Að baki framleiðsluaðferð Silicor, sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á, liggur mikil þróunarvinna og vísindarannsóknir. Samstarf við íslenskar vísindastofnanir felur í sér tækifæri til enn frekari þróunar í þessum geira.