Mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í apríl 2014 að sólarkísilver Silicor muni ekki hafa veruleg umhverfisáhrif í för með sér og þarf því ekki að fara í umhverfismat. Skipulagsstofnun hefur gert ítarlega grein fyrir niðurstöðu sinni.

Hér að ofan er er myndskeið þar sem Stefán Gunnar Thors sviðstjóri umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf til að fer yfir hvers vegna og hvernig Skipulagsstofnun komst að sinni niðurstöðu. Í máli hans kemur fram að Silicor hafi skilað inn viðamiklum gögnum til Skipulagsstofnunar sem hún og ýmsar aðrar eftirlitsstofnanir á sviði umhverfismála lögðu mat á og komust að þeirri niðurstöðu að umhverfisáhrifin væru óveruleg.

Það voru allar fagstofnanirnar sammála um það að þessi framkvæmd skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum vegna þess að hún myndi ekki valda verulegum neikvæðum áhrifum. 

Stefán kemur einnig inn á jákvæð umhverfisáhrif sólarkísilversins:

Þeir framleiðsluferlar sem eru í dag til þess að búa til sólarkísil eru mun meira mengandi og eru miklu orkufrekari en þessi nýja framleiðsluaðferð sem er verið að kynna núna. Auk þess veldur hún í rauninni bara óverulegum umhverfisáhrifum. Hún veldur ekki flúormengun og ekki brennisteinsdíoxíð og fellur því mjög vel að þeim umhverfisskilmálum sem Hvalfjarðarsveit setur, sem eru mjög strangir.
Síðast en ekki síst þá er afurðin notuð í sólarsellur til að nýta sólarorkuna sem er þá leið til þess að vera með orkuöflun í öðru en jarðefnaeldsneyti.