Hlýnun jarðar hækkar sjávarborð

Í desember síðastliðnum sameinuðust leiðtogar ríkja jarðarinnar um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hlýnun jarðar af mannavöldum og þeim alvarlegu afleiðingum sem þær geta haft á lífsskilyrði á jörðinni. Hækkun sjávarborðs er meðal þeirra neikvæðu áhrifa sem hlýnun jarðar hefur haft í för með sér. 

Alvarlegar afleiðingar

Samkvæmt NASA, geimferðarstofnun Bandaríkjanna, hefur sjávarborð á jörðinni hækkað um 20,32 cm frá byrjun 20. aldar og áætlar stofnunin að það muni hækka um allt að 91,44 cm fyrir lok þessarar aldar. NASA rekur þessa miklu hækkun sjávarborðs til hattrænnar hlýnunar af mannavöldum. Það er vegna þess að höfin taka við meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna auknins magns gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum í andrúmsloftinu. Þegar sjórinn hitnar þá eykst rúmmál hans og því hækkar sjávarborðið. Að auki leiðir hærra hitastig til bráðnunar jökla og ísbreiða sem einnig leiðir til hækkunar sjávarborðs.

Hækkun sjávarborðs getur haft veruleg áhrif daglegt líf fólk allsstaðar á jörðinni. Ellefu af 15 stærstu borgum jarðarinnar standa við strendur, þar á meðal New York, Tókýó og Mumbai. Þá standa allir helstu þéttbýlisstaðir á Íslandi við strendur landsins. Hækkun sjávarborðs þýðir að hafið mun á endanum flæða yfir láglendi við strendur og fellibylir og annað óveður mun ná lengra inn á land sem þýðir að þeir munu valda enn meiri samfélagslegum skaða en þeir gera nú. Talið er að fjárhagslegur skaði vegna flóða í stærstu borgum heimsins sem standa við strendur geti aukist úr 6 milljörðum bandaríkjadala á ári í 1 trilljón árið 2050.

Silicor er hluti af lausninni

Með því að nýta orku sólar í auknum mæli til raforkuframleiðslu er hægt að sporna gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. Í sólarkísilveri Silicor á Grundartanga verður framleiddur sólarkísill með ódýrari og umhverfisvænni aðferð sem útheimtir minni orku en hefðbundnar aðferðir. Þannig gerir Silicor sólarorku að betri og ódýrari valkosti sem stuðlar að aukinni nýtingu hennar.

Hér að neðan er upplýsinamynd frá NASA um hækkun sjávarborðs:
 

Heimild:  NASA

Heimild: NASA