Undirbúningur gengur vel

Undirbúningur sólarkísilvers Silicor á Grundartanga gengur vel. Hönnun mannvirkja er á lokastigi og áætlað er að fjárhagsleg lúkning verkefnisins verði í haust. Í framhaldi af því munu framkvæmdir hefjast á Grundartanga.

Silicor samdi við danska vertakafyrirtækið MT Højgaard um hönnun og byggingu mannvirkja fyrir sólarkísilverið í júní á síðasta ári og er hönnun þeirra nú á lokastigi. Í mars á síðasta ári gerði Silicor samning við hið rótgróna þýska iðnfyrirtæki SMS Siemag um framleiðslu og uppsetningu á öllum vélbúnaði sólarkísilversins. Síðan þá hefur þýska fyrirtækið unnið að undirbúningi verkefnins og voru fulltrúar þess staddir á Íslandi nú vikunni í þeim tilgangi.

Í september síðastliðnum var tilkynnt um að fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilvers Silicor á Grundartanga væri lokið. Í þeim hluta fjármögnunarinnar komu íslenskir fagfjárfestar og lífeyrissjóðir að verkefninu með 14 milljarða króna í hlutafé. Síðan þá hefur verið unnið að seinni hluta fjármögunar, sem felur í sér hlutafjáröflun frá erlendum aðilum og lánsfjármögnun. Þessi vinna hefur gengið vel og er gert ráð fyrir að fjárhagsleg lúkning verkefnisins fari fram í haust og að í framhaldinu geti framkvæmdir hafist.

Orkuþörf sólarkísilvers Silicor er um 75-80 MW. Þegar hefur verið gengið frá orkusamningi við Orku náttúrunnar um 40 MW. Fyrir liggja skilmálasamningar við Landsvirkjun um það sem upp á vantar. Nýlega tilkynnti Landsvirkjun Silicor að tafir gætu orðið á orkuafhendingu. Silicor vinnur að því að því í samstarfi við Landsvirkjun að skýra þau mál. Þegar það liggur fyrir er áætlað að gengið verði frá endanlegum orkusamningum við Landsvirkjun.

Þá hefur Silicor gert samninga við framleiðendur sólarhlaða um kaup á 90% af framleiðslu sólarkísilversins á Grundartanga.

Mat á umhverfisáhrifum

Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í apríl 2014 að sólarkísilver Silicor muni ekki hafa veruleg umhverfisáhrif í för með sér og þarf því ekki að fara í umhverfismat. Skipulagsstofnun hefur gert ítarlega grein fyrir niðurstöðu sinni.

Hér að ofan er er myndskeið þar sem Stefán Gunnar Thors sviðstjóri umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf til að fer yfir hvers vegna og hvernig Skipulagsstofnun komst að sinni niðurstöðu. Í máli hans kemur fram að Silicor hafi skilað inn viðamiklum gögnum til Skipulagsstofnunar sem hún og ýmsar aðrar eftirlitsstofnanir á sviði umhverfismála lögðu mat á og komust að þeirri niðurstöðu að umhverfisáhrifin væru óveruleg.

Það voru allar fagstofnanirnar sammála um það að þessi framkvæmd skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum vegna þess að hún myndi ekki valda verulegum neikvæðum áhrifum. 

Stefán kemur einnig inn á jákvæð umhverfisáhrif sólarkísilversins:

Þeir framleiðsluferlar sem eru í dag til þess að búa til sólarkísil eru mun meira mengandi og eru miklu orkufrekari en þessi nýja framleiðsluaðferð sem er verið að kynna núna. Auk þess veldur hún í rauninni bara óverulegum umhverfisáhrifum. Hún veldur ekki flúormengun og ekki brennisteinsdíoxíð og fellur því mjög vel að þeim umhverfisskilmálum sem Hvalfjarðarsveit setur, sem eru mjög strangir.
Síðast en ekki síst þá er afurðin notuð í sólarsellur til að nýta sólarorkuna sem er þá leið til þess að vera með orkuöflun í öðru en jarðefnaeldsneyti.

Silicor áformar samstarf við íslenskar vísindastofnanir

 
 

Stjórnendur Silicor og vísindamenn sem leitt hafa þróunar- og vísindarstarf fyrirtækisins heimsóttu helstu háskóla- og vísindastofnanir á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. Tilefni heimsóknanna var að kynnast því starfi sem þar er unnið, en Silicor hefur hug á vinna með íslenskum vísindastofnunum að rannsóknum tengdum sólarkísli samhliða því að sólarkísilver fyrirtækisins á Grundartanga hefur starfsemi sína.

Sendinefndin heimsótti Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Rannís og Háskólann í Reykjavík. Að baki framleiðsluaðferð Silicor, sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á, liggur mikil þróunarvinna og vísindarannsóknir. Samstarf við íslenskar vísindastofnanir felur í sér tækifæri til enn frekari þróunar í þessum geira. 

Sólarkísilver Silicor á Grundartanga

 
 

Þau Terry Jester stjórnarformaður Silicor og Michael Russo yfirmaður viðskiptaþróunar fyrirtækisins voru á Íslandi í febrúar. Þau settust niður til þess að segja aðeins frá Silcior, uppbyggingu sólarkísilvers á Grundartanga og nokkrum af styrkleikum verkefnisins.

Kolefnishlutlaust sólarkísilver

 

Davíð Stefánsson fulltrúi Silicor á Íslandi og Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðs.

 

Davíð Stefánsson fulltrúi Silicor Materials á Íslandi og Reynir Kristinsson stjórnarformaður Kolviðs undirrituðu nýverið samning um að Kolviður sjái um að binda alla losun koltvísýrings sem verður til við starfsemi sólarkísilversins á Grundartanga. Það verður gert með því að planta árlega 26 þúsund trjám. Losun koltvísýrings vegna framleiðslunnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er svipað og 24 dæmisgerðar heimilisbifreiðar losa á ári. Losun vegna annarar starfsemi, t.d. notkunar vinnuvéla, á athafnasvæði Silicor er áætluð um 2.759 tonn. Því er samanlögð losun áætluð 2.807 tonn á ári en til samanburðar er losun dæmisgerðs álvers á Íslandi um 500 þúsund tonn á ári. 

Silicor vinnur gegn hlýnun jarðar

Verði ekki hægt á hlýnun jarðar af manna völdum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði á jörðinni. Samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum sem náðist í París vísar veginn fyrir þá leið sem verður að fara. Silicor vill verða hluti af lausninni sem kemur í veg fyrir alvarlegar afleiðingar hlýnunar jarðar. Framlag Silicor er eftirfarandi:

  • Að framleiða sólarkísil með ódýrari og umhverfisvænni hætti en aðrir og þannig stuðla að aukinni notkun orkugjafa í heiminum sem ekki valda losun gróðurhúsalofttegunda.

  • Að grípa til aðgerða samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til jafns við þann útblástur koltvísýrings sem kemur frá sólarkísilveri fyrirtækisins.

  • Að kaupa upprunavottorð með allri raforku sem sólarkísilverið notar við framleiðslu til að tryggja að framleiðsla raforkunnar auki ekki losun gróðurhúsalofttegunda.

  • Að binda allan koltvísýring sem starfsemi sólarkísilversins orsakar, bæði framleiðslan og önnur starfsemi á athafnasvæði þess, með skógrækt í samtarfi við Kolvið.

  • Silicor hefur þegar stigið fyrsta skrefið og gert samning við Kolvið, sjóð sem stofnaður var af Landvernd og Skógræktarfélagi Íslands, um að árlega verði plantað 26 þúsund trjám til að binda alla losun koltvísýrings frá starfsemi sólarkísilversins. Þá hefur fyrirtækið þegar hafið undirbúning að öðrum skrefum og verður greint frá þeim jafnóðum og þau verða stigin. 

Umhverfisvænt sólarkísilver

Sólarkísilver Silicor mun aðeins losa um 48 tonn af koltvísýringi (CO2) ári. Til samanburðar losar dæmigerður heimilisbíll á Íslandi á bilinu 1 til 2 tonn á ári og álver 400 til 500 þúsund tonn. Þessi litla losun sólarkísilversins er árangur af starfi vísindamanna Silicor sem tekist hefur að draga verulega úr losun frá því sem upphaflega var áætlað. Þá hefur Silicor áætlað að útblástur frá annarri starfsemi, flutningum og öðru sem krefst notkunar vinnuvéla, á athafnasvæði Silicor á Grundartanga verði um 2.759 tonn á ári.

Sólarkísilverið mun byggja á framleiðsluferli sem Silicor hefur þróað undanfarinn áratug. Það er öruggara, ódýrara og umhverfisvænna en hefðbundnar aðferðir. Auk þess er orkuþörfin aðeins þriðjungur af því sem hefðbundnar aðferðir kalla á. Enginn úrgangur eða spilliefni falla til við framleiðsluna. Auk sólarkísils verða til tvær aukaafurðir við framleiðsluna, annars vegar álblöndur sem nýtast til dæmis til að létta bíla og flugvélar og hins vegar álklóríð sem notað er til hreinsunar á vatni. Þannig er allt hráefni nýtt til hins ítrasta.

Sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga verður kolefnishlutlaust og mun því ekki auka útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Það verður tryggt með aðgerðum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. 

Sólarkísilverið mun framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð sem virkjað geta 38 sinnum meiri raforku en fer til framleiðslunnar úr geislum sólarinnar.