AMTS

Silicor semur við AM Technical Solutions um verkefnastjórnun

Silicor Materials hefur samið við bandaríska fyrirtækið AM Technical Solutions(AMTS) um að annast verkefnastjórnun við byggingu sólarkísilvers fyrirtækisins á Grundartanga. 

AMTS er sérhæfir sig í umsjón með byggingaframkvæmdum og verkefnastjórnun fyrir hátækniiðnaðinn. Silicor valdi AMTS egna alþjóðlegrar reynslu fyrirtækisins og góðs árangurs við stjórnun byggingar flókinna hátækniverksmiðja. AMTS mun samræma byggingaframkvæmdir og framkvæmdir vegna tækjabúnaðar í verksmiðjunni. 

Silicor hafði þegar samið við þýska iðnfyrirtækið SMS Siemag  um framleiðslu og uppsetningu á tækjabúnaði og danska verktakafyrirtækið MT Højgaard um byggingu sólarkísilversins.