orkasolar.jpg
 

Orka sólar gegn hlýnun jarðar

 

Orkugjafi framtíðarinnar

Silicor Materials undirbýr byggingu sólarkísilvers á Grundartanga. Þar verður framleiddur sólarkísill með ódýrari og umhverfisvænni aðferð sem útheimtir minni orku en hefðbundnar aðferðir. Þannig gerir Silicor sólarorku að betri og ódýrari valkosti sem stuðlar að aukinni nýtingu hennar. 

Samfélög jarðarinnar þurfa á sífellt meiri orku að halda. Til þess að mæta því án aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda þarf að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Orka sólar er óendanleg og hana er hægt að virkja gegn hlýnun jarðar án losunar. Nýting hennar er því hluti af lausn vandans. 

Kolefnishlutlaus framleiðsla

Sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga verður kolefnishlutlaust og mun því ekki auka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Það verður tryggt með aðgerðum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Silicor hefur þegar stigið fyrsta skrefið með samningi við Kolvið um að planta árlega 26 þúsund trjám sem binda alla losun koltvísýrings sem verður til við starfsemi sólarkísilversins á Grundartanga.

Sólarkísilverið mun framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð sem virkjað geta 38 sinnum meiri raforku úr geislum sólarinnar en fer til framleiðslunnar. Losun koltívsýrings vegna framleiðslunnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er  svipað og 25-35 dæmisgerðar heimilisbifreiðar losa á ári, en dæmigert álver á Íslandi um 500 þúsund tonn á ári. 

 

Sólarkísill er notaður í sólarhlöð til að virkja sólarorku sem stuðlar að sjálfbærri þróun um allan heim. 

Silicorferlið

Sólarkísilver Silicor mun byggja á nýju framleiðsluferli sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á. Ferlið hefur verið í þróun frá árinu 2006. 

Silicorferlið er öruggara, umhverfisvænna, ódýrara og með aðeins þriðjungs orkuþörf miðað við hefðbundar aðferðir.

Silicorferlið felst í því að bræða kísil saman við ál sem grípur óhreinindi úr kísilnum og eftir situr 99,9999% hreinn sólarkísill. Að auki verða til tvær aukaafurðir: Álblöndur sem notaðar eru til að létta farartæki og álklóríð sem er notað við vatnshreinsun. Þannig fullnýtir Silicor hráefnin án þess að úrgangur eða spilliefni falli til við framleiðsluna.

 

solar-pic.jpg

1 MW af íslenskri orku verður 38 MW

 

Vaxandi notkun sólarhlaða í heiminum dregur úr þörf fyrir jarðefnaeldneyti á borð við olíu og kol. Hjá Silicor verður íslensk raforka nýtt til að framleiða raforku með sólarhlöðum. Þannig nýtist hvert íslenskt MW til að framleiða 38 MW af sólarorku á erlendri grund. Endurnýjanlegir orkugjafar á Íslandi nýtast þannig umhverfisvernd á heimsvísu.


Grænt sólarafl fyrir 800.000 heimili árlega

Árleg framleiðsla Silicor á Grundartanga fer í að gera sólarhlöð sem munu hafa yfir 3,200 MW framleiðslugetu. Það er meira en allt uppsett afl raforkuvera á Íslandi (Landsvirkjun, HS Orka, ON og Rarik voru með samanlagða framleiðslugetu upp á 2,760 MW árið 2014). Ársframleiðsla Silicor mun duga í 4kW sólarhlöður fyrir alls 800 þúsund heimili.


Silcor Materials er bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 undir nafninu Calisolar. Árið 2010 keypti fyrirtækið kanadíska fyrirtækið 6N Silicon og tók í kjölfarið upp nafnið Silicor Materials. Forstjóri fyrirtækisins er Theresa Jester verkfræðingur, sem hefur tæplega fjögurra áratuga reynslu við þróun og nýtingu sólarorku.

Nánari upplýsingar um Silicor Materials er að finna hér á heimasíðu móðurfélagsins.

Hver er orkuþörfin?

Í fullum afköstum mun sólarkísilverið þurfa 85 MW af raforku. Með árlegri framleiðslu sólarkísilsversins verður hægt að virkja 38 sinnum meiri raforku úr geislum sólar.

Hversu mikil er losun gróðurhúsalofttegunda?

Árleg losun koltvísýrings (CO2) frá sólarkísilverinu verður 48 tonn sem er álíka mikið og árlegur útblástur frá 35 dæmigerðum heimilsbifreiðum. Til samanburðar þá er árleg losun koltvísýrings frá dæmigerðu álveri á Íslandi um 400 þúsund tonn.

Verður flúormengun?

Engin flúormengun verður frá sólarkísilverinu.

Verður brennisteinsmengun?

Engin brennisteinsmengun verður frá sólarkísilverinu.

Verður sjón- og ljósmengun?

Byggingar sólarkísilversins eru umfangsmiklar og munu því hafa sjónræn áhrif í umhverfi sínu. Við hönnun verður lögð áhersla á að lágmarka alla sjón- og ljósmengun.

Verður hljóðmengun?

Engin áhrif verða á hljóðvist í 3 km fjarlægð fjarlægð frá sólarkísilverinu. Í hálfs km fjarlægð er gert ráð fyrir að hávaði verði undir 50 dB. Til samanburðar er venjulegt samtal tveggja einstaklinga um 55 dB.

Er rykmengun?

Sólarkísilverið mun losa á bilinu 60 til 70 tonn af eiturefnalausu kísilryki á ári. Það er mat Skipulagsstofnunar að áhrif af völdum þess verði óveruleg. Til samanburðar er álverinu á Grundartanga heimilt að losa 300 tonn af ryki á ári og járnblendiverksmiðjunni 665 tonn á ári.

 

Lykilupplýsingar

Fjárfesting

Áætluð fjárfesting Silicor á Íslandi er um 900 milljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna.

FJÖLDI STARFA

450 manns munu starfa við sólarkísilverið, þar af þriðjungur með háskólamenntun.

orkunotkun

85 MW /745 GWh á ári.

Framleiðslugeta

Sólarkísilverið mun framleiða 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. Með því má virkja 3.200 MW af rafmagni úr orku sólar, eða 38 sinnum meiri raforku en sólarkísilverið notar.

CO2-LOSUN

40 tonn árlega vegna framleiðslu. Samtals 2.700 tonn með flutningum og annarri starfsemi á athafnasvæði.

Loftmengun

Flúor: Engin.

Brennisteinsdíoxíð: Engin.

Ryk: 60-70 tonn af eiturefnalausu kísilryki á ári.

Einhverjar spurningar?

Hafir þú frekari spurningar varðandi sólarkísilver Silicor á Grundartanga getur þú sent okkur þær með því að smella á hnappinn hér til hliðar.