Hver er orkuþörfin?

Í fullum afköstum mun sólarkísilverið þurfa 85 MW af raforku. Með árlegri framleiðslu sólarkísilsversins verður hægt að virkja 38 sinnum meiri raforku úr geislum sólar.

Hversu mikil er losun gróðurhúsalofttegunda?

Árleg losun koltvísýrings (CO2) frá sólarkísilverinu verður 48 tonn sem er álíka mikið og árlegur útblástur frá 35 dæmigerðum heimilsbifreiðum. Til samanburðar þá er árleg losun koltvísýrings frá dæmigerðu álveri á Íslandi um 400 þúsund tonn.

Verður flúormengun?

Engin flúormengun verður frá sólarkísilverinu.

Verður brennisteinsmengun?

Engin brennisteinsmengun verður frá sólarkísilverinu.

Verður sjón- og ljósmengun?

Byggingar sólarkísilversins eru umfangsmiklar og munu því hafa sjónræn áhrif í umhverfi sínu. Við hönnun verður lögð áhersla á að lágmarka alla sjón- og ljósmengun.

Verður hljóðmengun?

Engin áhrif verða á hljóðvist í 3 km fjarlægð fjarlægð frá sólarkísilverinu. Í hálfs km fjarlægð er gert ráð fyrir að hávaði verði undir 50 dB. Til samanburðar er venjulegt samtal tveggja einstaklinga um 55 dB.

Er rykmengun?

Sólarkísilverið mun losa á bilinu 60 til 70 tonn af eiturefnalausu kísilryki á ári. Það er mat Skipulagsstofnunar að áhrif af völdum þess verði óveruleg. Til samanburðar er álverinu á Grundartanga heimilt að losa 300 tonn af ryki á ári og járnblendiverksmiðjunni 665 tonn á ári.

 

Lykilupplýsingar

Fjárfesting

Áætluð fjárfesting Silicor á Íslandi er um 900 milljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna.

FJÖLDI STARFA

450 manns munu starfa við sólarkísilverið, þar af þriðjungur með háskólamenntun.

orkunotkun

85 MW /745 GWh á ári.

Framleiðslugeta

Sólarkísilverið mun framleiða 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. Með því má virkja 3.200 MW af rafmagni úr orku sólar, eða 38 sinnum meiri raforku en sólarkísilverið notar.

CO2-LOSUN

40 tonn árlega vegna framleiðslu. Samtals 2.700 tonn með flutningum og annarri starfsemi á athafnasvæði.

Loftmengun

Flúor: Engin.

Brennisteinsdíoxíð: Engin.

Ryk: 60-70 tonn af eiturefnalausu kísilryki á ári.

Einhverjar spurningar?

Hafir þú frekari spurningar varðandi sólarkísilver Silicor á Grundartanga getur þú sent okkur þær með því að smella á hnappinn hér til hliðar.