1 MW af íslenskri orku verður 38 MW

 

Vaxandi notkun sólarhlaða í heiminum dregur úr þörf fyrir jarðefnaeldneyti á borð við olíu og kol. Hjá Silicor verður íslensk raforka nýtt til að framleiða raforku með sólarhlöðum. Þannig nýtist hvert íslenskt MW til að framleiða 38 MW af sólarorku á erlendri grund. Endurnýjanlegir orkugjafar á Íslandi nýtast þannig umhverfisvernd á heimsvísu.


Grænt sólarafl fyrir 800.000 heimili árlega

Árleg framleiðsla Silicor á Grundartanga fer í að gera sólarhlöð sem munu hafa yfir 3,200 MW framleiðslugetu. Það er meira en allt uppsett afl raforkuvera á Íslandi (Landsvirkjun, HS Orka, ON og Rarik voru með samanlagða framleiðslugetu upp á 2,760 MW árið 2014). Ársframleiðsla Silicor mun duga í 4kW sólarhlöður fyrir alls 800 þúsund heimili.


Silcor Materials er bandarískt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 undir nafninu Calisolar. Árið 2010 keypti fyrirtækið kanadíska fyrirtækið 6N Silicon og tók í kjölfarið upp nafnið Silicor Materials. Forstjóri fyrirtækisins er Theresa Jester verkfræðingur, sem hefur tæplega fjögurra áratuga reynslu við þróun og nýtingu sólarorku.

Nánari upplýsingar um Silicor Materials er að finna hér á heimasíðu móðurfélagsins.